Þrettán vélhjólamenn stöðvaðir 5. nóvember 2004 00:01 Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Þrettán danskir vélhjólamenn eru í umsjá lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli þessa stundina og svo getur farið að fleiri bætist í hópinn. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, komu níu mannanna með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og fjórir aðrir bættust við með vél Icelandair. Tvær vélar voru væntanlegar núna á fimmta tímanum en vegna mikils hliðarvinds var þeim beint til Akureyrar og Egilsstaða. Þegar veðrið verður gengið yfir fara þær til Keflavíkur. Jóhann segir að verulegur viðbúnaður sé á flugvellinum og hefur lögreglan þar fengið liðsauka. Útlendingarnir eru úr dönsku bifhjólasamtökunum Hogriders sem eru af svipuðum toga og Vítisenglar, eða Hells Angels, og Banditos. Hogriders eiga systursamtök á Norðurlöndunum og í Þýskalandi en tilefni Íslandsfararinnar var að vígja félaga í íslenska mótorhjólaklúbbnum Hrolli inn í samtökin. Að sögn sýslumanns er jafnvel búist við enn fleiri mótorhjólamönnum til landsins. Hann sagði að unnið væri samkvæmt áhættumati Ríkislögreglustjórans um að gestirnir sköpuðu hættu á almannafriði. Að sögn Jóhanns verður tekin upplýsingaskýrsla af mönnunum og þær upplýsingar svo sendar snarlega til Útlendingastofnunar sem tekur ákvörðun um hvort að mönnunum verði hleypt inn í landið eða vísað burt. Hann segir mennina hafa hagað sér vel en reynsla manna á flugvellinum sé að það komi ekki í ljós fyrr en mönnum er vísað úr landi hvernig þeir taka svona afgreiðslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira