Norrænir bíódagar 5. nóvember 2004 00:01 Norrænir bíódagar standa nú yfir í Háskólabíói og í Sambíóunum í Keflavík. Sýndar verða sex úrvalsmyndir frá Svíþjóð, Noregi Danmörku. Þeirra á meðal er sænska gamanmyndin Kops, í leikstjórn Josef Fares, þess hins sama og gerði síðast smellinn "Jalla Jalla". Þá er sjálfstætt framhald myndarinnar Elling sýnt á norrænum bíódögum, Mors Elling. Vísir gefur í samstarfi við Norræna bíódaga 100 miða á hátíðina. Freistaðu gæfunnar - Smelltu hér og skráðu þig. KOPS - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Josef Fares, Torkel Petersen o.fl. Gamanmynd / 90 mínútur / Íslenskur texti Hér er á ferðinni ný gamanmynd frá leikstjóranum, Josef Fares sem gerði síðast smellinn “Jalla Jalla” sem sýnd var á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þess má geta að grínistinn, Adam Sandler hefur fengið leyfi til að gera bandaríska endurgerð af þessari mynd. Myndin segir okkur frá nokkrum smábæjarlöggum í litlum smábæ sem eru alveg að drepast úr aðgerðaleysi því það eru hreinlega engir glæpir framdir í smábænum þannig að þeir ákveða bara að framkvæma hina og þessa glæpi bara svo það sé nú eitthvað að gera fyrir þá. En þar fyrir utan verða þeir hreinlega að vera störfum hlaðnir, því annars kemur til mikils niðurskurðar. Við fylgjumst með fíflalátum og grátbroslegum uppákomum sænskra lögreglumanna í sannköllum litlum svefnbæ. MIFFO - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Daniel Lind-Lagerlöf Aðalhlutverk: Garina Boberg, Livia Millhagen og Stig Asp Rómantísk gamanmynd / 100 mínútur Afar vel leikin og skemmtileg mynd um Tobias sem er nýútskrifaður prestur og býr í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar í Uppsala. Það mæta fáir í kirkjuna hjá honum svo hann ákveður að banka uppá hjá sóknarbörnum til að vekja athygli á starfi sínu og kirkjunni. Fáir sýna viðbrögð en þegar hann hittir Carol verður breyting á í lífi hans. Rómantíkin blómstrar en það eru ýmis atriði sem koma upp. * Besta kvikmyndin á Hollywood Film Festival, 2003! * Aðalkeppnin: Montreal World Film Festival, 2003! * Livia Millhagen tilnefnd sem besta leikkonan í Svíþjóð 2004. * Sérstök dómnefndarverðlaun; Mannheim-Heidelberg Int’l Film Festival 2003 * Besta kvikmyndin. Fort Lauderdale International Film Festival 2003 Mors Elling - Noregur 2003Leikstjóri: Eva Isaksen Aðalhlutverk: Per Christian Ellefsen, Grete Nordrå, Helge Reiss, Christin Borge, Per Schaaning, Lena Meieran Gamandrama / 78 mínútur Hér er í raun komin forsaga að Elling, þ.e. við forum aftur í tímann þegar móðir Ellings er enn á lífi. En fyrri myndin sem sýnd var fyrir þremur árum síðan í Háskólabíó hófst á því að Elling var settur á sérstaka stofnun eftir að móðir hans deyr. Í Mors Elling fer Elling í frí með móður sinni til Spánar. Elling kynnist m.a. konu sem hann verður skotin og kemst í miklar raunir enda er hún gift kona. Já Elling er ekki sama þegar kemur að konum. Myndin er jafn léttleikandi fyndin og skemmtileg eins og fyrri myndin. Þetta er mynd sem kemur öllum í gott skap. Þess má geta að það stendur til að skrifa tvær aðrar bækur um Elling þannig að við eigum eftir að sjá meira af Elling í framtíðinni. Ef þið viljið sjá öðruvísi mynd sem kemur ekki frá Hollywood að þá er Mors Elling málið. Buddy - Noregur 2003Leikstjóri: Morten Tyldum Aðalhlutverk: Aksel Hennie, Nicholai Cleve Broch Rómantísk gamanmynd / 100 mínútur Rómantísk gamanmynd um Kristofer sem býr með 3 vinum sínum. Líf hans gjörbreytist þegar sjónvarpsþáttur er byggður á dagbókum hans. (video diaries). Hann er skyndilega orðinn frægur og þarf að velja á milli frægðar, vináttu og ástar. Mynd sem fengið hefur mjög góðar móttökur. Valin vinsælasta myndin á nokkrum kvikmyndahátíðum auk fjölda annarra viðurkenninga. Midsommer - Noregur 2003Leikstjóri: Carsten Myllerup Aðalhlutverk: Kristian Leth, Laura Christensen, Tuva Novotny, Jon Lange, Julie Ølgaard Spennumynd / 94 mínútur Allir eiga sér fortíð. Sumir eiga sér framtíð. Hér er á ferðinni dulmögnuð dönsk spennumynd sem kemur verulega á óvart. Myndin fjallar um nokkra danska menntaskólakrakka sem fara í ferðalag til Svíþjóðar og leigja sér sumarhús. Krakkarnir ætla svo sannarlega að skvetta úr klaufunum. Aðalpersónan, Christian er enn að ná sér eftir lát systur sinnar. En við komuna í sumarhúsið fara undarlegir og dularfullir hlutir að gerast. Það fer að bera á draugagangi og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir gerast. Eða gæti verið maðkur í mysunni! Unga fólkið fer að óttast um sinn hag og fer að gruna hvort annað um græsku. Smala Sussie - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Ulf Malmros Aðalhlutverk: Kjell Bergqvist, Jonas Rimeika, Tuva Novotny Gamansamur þriller / 97 mínútur Þessi mynd er í anda Trainspotting og er saga um Eirík sem kemur í heimabæ sinn til að leita að systur sinni Súsý litlu sem er týnd. Öllu er þarna stjórnað af glæpaklíkum og fljótlega kemst Erik að því að flest hefur breyttst og lögreglan sinnir ekki verkum sínum. Gömlu vinirnir eru glæpamenn og dópsalar og videoleigueigandinn stjórnar öllu. Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Norrænir bíódagar standa nú yfir í Háskólabíói og í Sambíóunum í Keflavík. Sýndar verða sex úrvalsmyndir frá Svíþjóð, Noregi Danmörku. Þeirra á meðal er sænska gamanmyndin Kops, í leikstjórn Josef Fares, þess hins sama og gerði síðast smellinn "Jalla Jalla". Þá er sjálfstætt framhald myndarinnar Elling sýnt á norrænum bíódögum, Mors Elling. Vísir gefur í samstarfi við Norræna bíódaga 100 miða á hátíðina. Freistaðu gæfunnar - Smelltu hér og skráðu þig. KOPS - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Josef Fares, Torkel Petersen o.fl. Gamanmynd / 90 mínútur / Íslenskur texti Hér er á ferðinni ný gamanmynd frá leikstjóranum, Josef Fares sem gerði síðast smellinn “Jalla Jalla” sem sýnd var á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þess má geta að grínistinn, Adam Sandler hefur fengið leyfi til að gera bandaríska endurgerð af þessari mynd. Myndin segir okkur frá nokkrum smábæjarlöggum í litlum smábæ sem eru alveg að drepast úr aðgerðaleysi því það eru hreinlega engir glæpir framdir í smábænum þannig að þeir ákveða bara að framkvæma hina og þessa glæpi bara svo það sé nú eitthvað að gera fyrir þá. En þar fyrir utan verða þeir hreinlega að vera störfum hlaðnir, því annars kemur til mikils niðurskurðar. Við fylgjumst með fíflalátum og grátbroslegum uppákomum sænskra lögreglumanna í sannköllum litlum svefnbæ. MIFFO - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Daniel Lind-Lagerlöf Aðalhlutverk: Garina Boberg, Livia Millhagen og Stig Asp Rómantísk gamanmynd / 100 mínútur Afar vel leikin og skemmtileg mynd um Tobias sem er nýútskrifaður prestur og býr í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar í Uppsala. Það mæta fáir í kirkjuna hjá honum svo hann ákveður að banka uppá hjá sóknarbörnum til að vekja athygli á starfi sínu og kirkjunni. Fáir sýna viðbrögð en þegar hann hittir Carol verður breyting á í lífi hans. Rómantíkin blómstrar en það eru ýmis atriði sem koma upp. * Besta kvikmyndin á Hollywood Film Festival, 2003! * Aðalkeppnin: Montreal World Film Festival, 2003! * Livia Millhagen tilnefnd sem besta leikkonan í Svíþjóð 2004. * Sérstök dómnefndarverðlaun; Mannheim-Heidelberg Int’l Film Festival 2003 * Besta kvikmyndin. Fort Lauderdale International Film Festival 2003 Mors Elling - Noregur 2003Leikstjóri: Eva Isaksen Aðalhlutverk: Per Christian Ellefsen, Grete Nordrå, Helge Reiss, Christin Borge, Per Schaaning, Lena Meieran Gamandrama / 78 mínútur Hér er í raun komin forsaga að Elling, þ.e. við forum aftur í tímann þegar móðir Ellings er enn á lífi. En fyrri myndin sem sýnd var fyrir þremur árum síðan í Háskólabíó hófst á því að Elling var settur á sérstaka stofnun eftir að móðir hans deyr. Í Mors Elling fer Elling í frí með móður sinni til Spánar. Elling kynnist m.a. konu sem hann verður skotin og kemst í miklar raunir enda er hún gift kona. Já Elling er ekki sama þegar kemur að konum. Myndin er jafn léttleikandi fyndin og skemmtileg eins og fyrri myndin. Þetta er mynd sem kemur öllum í gott skap. Þess má geta að það stendur til að skrifa tvær aðrar bækur um Elling þannig að við eigum eftir að sjá meira af Elling í framtíðinni. Ef þið viljið sjá öðruvísi mynd sem kemur ekki frá Hollywood að þá er Mors Elling málið. Buddy - Noregur 2003Leikstjóri: Morten Tyldum Aðalhlutverk: Aksel Hennie, Nicholai Cleve Broch Rómantísk gamanmynd / 100 mínútur Rómantísk gamanmynd um Kristofer sem býr með 3 vinum sínum. Líf hans gjörbreytist þegar sjónvarpsþáttur er byggður á dagbókum hans. (video diaries). Hann er skyndilega orðinn frægur og þarf að velja á milli frægðar, vináttu og ástar. Mynd sem fengið hefur mjög góðar móttökur. Valin vinsælasta myndin á nokkrum kvikmyndahátíðum auk fjölda annarra viðurkenninga. Midsommer - Noregur 2003Leikstjóri: Carsten Myllerup Aðalhlutverk: Kristian Leth, Laura Christensen, Tuva Novotny, Jon Lange, Julie Ølgaard Spennumynd / 94 mínútur Allir eiga sér fortíð. Sumir eiga sér framtíð. Hér er á ferðinni dulmögnuð dönsk spennumynd sem kemur verulega á óvart. Myndin fjallar um nokkra danska menntaskólakrakka sem fara í ferðalag til Svíþjóðar og leigja sér sumarhús. Krakkarnir ætla svo sannarlega að skvetta úr klaufunum. Aðalpersónan, Christian er enn að ná sér eftir lát systur sinnar. En við komuna í sumarhúsið fara undarlegir og dularfullir hlutir að gerast. Það fer að bera á draugagangi og aðrir yfirnáttúrulegir atburðir gerast. Eða gæti verið maðkur í mysunni! Unga fólkið fer að óttast um sinn hag og fer að gruna hvort annað um græsku. Smala Sussie - Svíþjóð 2003Leikstjóri: Ulf Malmros Aðalhlutverk: Kjell Bergqvist, Jonas Rimeika, Tuva Novotny Gamansamur þriller / 97 mínútur Þessi mynd er í anda Trainspotting og er saga um Eirík sem kemur í heimabæ sinn til að leita að systur sinni Súsý litlu sem er týnd. Öllu er þarna stjórnað af glæpaklíkum og fljótlega kemst Erik að því að flest hefur breyttst og lögreglan sinnir ekki verkum sínum. Gömlu vinirnir eru glæpamenn og dópsalar og videoleigueigandinn stjórnar öllu.
Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira