Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. janúar 2026 16:32 Evangeline Lilly lenti í hræðilegu slysi í maílok 2025 og er enn að jafna sig eftir heilaskaðann. Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Lilly greindi frá tíðindum í myndbandi á Instagram á nýársdag. Við færsluna skrifaði hún: „Dómurinn liggur fyrir... ég er með heilaskaða eftir heilaáverkana [e. TBI, traumatic brain injury] mína Lilly greindi opnaði sig fyrst um slysið í lok maí 2025 eftir að hafa verið á göngu eftir strönd á Havaí þegar það leið skyndilega yfir hana, hún féll til jarðar og lenti með höfuðið á steini. Hún var illa leikin eftir fallið, blóðug og með brotna tönn en segir nú að afleiðingarnar hafi verið mun meiri fyrir heilann. Evangeline Lilly lýsti því yfir að hún væri hætt að leika eftir þriðju Ant-Man-myndina.Getty „Klukkan er orðin margt 1. janúar, fyrsta dag ársins 2026. Ég fer inn í nýja árið, ár hestsins, með slæmar fréttir af heilahristingnum mínum. Mörg ykkar hafið spurt hvernig mér líður. Mörg ykkar hafið spurt út í heilaskannan sem ég fór í. Niðurstöðurnar eru komnar úr skannanum og næstum hvert einasta svæði heila míns hefur skerta virkni,“ sagði hún í myndbandinu. „Ég varð fyrir heilaskaða við heilaáverkann og mögulega spila aðrir þættir inn í það. Nýja verkefnið mitt er að komast til botns í því með læknunum mínum.“ „Síðan þarf ég að leggja af stað í þá erfiðu vinnu að laga það, sem ég hlakka ekki til að gera, mér finnst ég í stöðugri erfiðisvinnu. En það er allt í lagi. Hugræn skerðing mín kom til því ég mölvaði á mér andlitið en það hefur hjálpað mér að hægja á mér. Það kenndi mér að eiga rólegri endi á árinu 2025. Ég held að þetta hafi verið rólegasta jólafríið mitt síðan ég eignaðist börn fyrir fjórtán árum síðan, svo það er gott,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by Evangeline Lilly (@evangelinelillyofficial) „Ég er enn ótrúlega þakklát og sæl að geta leikið mér í einn dag enn, í eitt ár til, á þessari fallegu lifandi plánetu. Það er heilahristingsuppfærslan mín,“ sagði hún að lokum. Hin 46 ára Evangeline Lilly braust fram á sjónarsviðið í hlutverki Kate Austen í sjónvarpsþáttunum Lost árið 2004 sem urðu gríðarvinsælir og gengu í sex þáttaraðir. Hún lék síðan í stríðsmyndinni Hurt Locker (2008), seinni tveimur myndunum um Hobbitann eftir Peter Jackson og var svo í stóru hlutverki sem Vespan Hope Van Dyne í þremur myndum um Ant-Man og Avengers: Endgame (2019). Hollywood Bandaríkin Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Lilly greindi frá tíðindum í myndbandi á Instagram á nýársdag. Við færsluna skrifaði hún: „Dómurinn liggur fyrir... ég er með heilaskaða eftir heilaáverkana [e. TBI, traumatic brain injury] mína Lilly greindi opnaði sig fyrst um slysið í lok maí 2025 eftir að hafa verið á göngu eftir strönd á Havaí þegar það leið skyndilega yfir hana, hún féll til jarðar og lenti með höfuðið á steini. Hún var illa leikin eftir fallið, blóðug og með brotna tönn en segir nú að afleiðingarnar hafi verið mun meiri fyrir heilann. Evangeline Lilly lýsti því yfir að hún væri hætt að leika eftir þriðju Ant-Man-myndina.Getty „Klukkan er orðin margt 1. janúar, fyrsta dag ársins 2026. Ég fer inn í nýja árið, ár hestsins, með slæmar fréttir af heilahristingnum mínum. Mörg ykkar hafið spurt hvernig mér líður. Mörg ykkar hafið spurt út í heilaskannan sem ég fór í. Niðurstöðurnar eru komnar úr skannanum og næstum hvert einasta svæði heila míns hefur skerta virkni,“ sagði hún í myndbandinu. „Ég varð fyrir heilaskaða við heilaáverkann og mögulega spila aðrir þættir inn í það. Nýja verkefnið mitt er að komast til botns í því með læknunum mínum.“ „Síðan þarf ég að leggja af stað í þá erfiðu vinnu að laga það, sem ég hlakka ekki til að gera, mér finnst ég í stöðugri erfiðisvinnu. En það er allt í lagi. Hugræn skerðing mín kom til því ég mölvaði á mér andlitið en það hefur hjálpað mér að hægja á mér. Það kenndi mér að eiga rólegri endi á árinu 2025. Ég held að þetta hafi verið rólegasta jólafríið mitt síðan ég eignaðist börn fyrir fjórtán árum síðan, svo það er gott,“ sagði hún. View this post on Instagram A post shared by Evangeline Lilly (@evangelinelillyofficial) „Ég er enn ótrúlega þakklát og sæl að geta leikið mér í einn dag enn, í eitt ár til, á þessari fallegu lifandi plánetu. Það er heilahristingsuppfærslan mín,“ sagði hún að lokum. Hin 46 ára Evangeline Lilly braust fram á sjónarsviðið í hlutverki Kate Austen í sjónvarpsþáttunum Lost árið 2004 sem urðu gríðarvinsælir og gengu í sex þáttaraðir. Hún lék síðan í stríðsmyndinni Hurt Locker (2008), seinni tveimur myndunum um Hobbitann eftir Peter Jackson og var svo í stóru hlutverki sem Vespan Hope Van Dyne í þremur myndum um Ant-Man og Avengers: Endgame (2019).
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira