Erlent

37 hafa farist í Samarra

Að minnsta kosti þrjátíu sjö hafa farist í nótt og í morgun og tugir særst í fjórum bílsprengjum í Samarra-borg í Írak. Bandarískir og írakskir hermenn réðust inn í Samarra í síðasta mánuði til að ná borginni úr höndum uppreisnarmanna sem berjast hatrammlega á móti. Uppreisnarmenn sprengdu fjórar bílsprengjur og réðust á lögreglustöðvar í borginni í nótt með þeim afleiðingum að a.m.k. 37 létust og 62 særðust að sögn lögreglu. Árásin nú kemur beint í kjölfar þess að Bandaríkjamenn undirbúa harðar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í Fallujah og Ramadi sem eru í hjarta þess svæðis sem byggt er Súnní-múslimum. Borgarstjóri Samarra særðist í árásunum í nótt og meðal þeirra sem fórust var yfirmaður öryggislögreglunnar í borginni en uppreisnarmenn hafa ítrekað ráðist að öryggissveitunum, í þeim tilgangi að grafa undan bráðabirgðastjórninni í landinu sem studd er af Bandaríkjamönnnum. Kosningar hafa verið boðaðar í Írak þann 27. janúar næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×