Kennarar aftur í verkfall

Launanefnd sveitarfélaga hafnaði fyrir stundu tillögu sem samninganefnd kennara lagði fram í kjölfar þess að miðlunartillaga sáttasemjara var kolfelld. "Hugmynd launanefndar sveitarélaga um nýja nálgun og frestun verkfalls var hafnað . Í stað þess lögðu fulltrúar KÍ fram tilboð sem þeir meta sjálfir á rúm 36% í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga. Verkfall kennara hefst því aftur á miðnætti og 45 þúsund grunnskólanemendur verða á ný án kennslu. Sáttasemjari hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag.