Koma ekki að kennaradeilunni

"Við eigum enga aðkomu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að kennaradeilunni. Það er viðfangsefni samningsaðila," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hafi heyrt í fjölmiðlum að forsætisráðherra vænti forsvarsmanna Sambandsins á fund. Af honum hafi ekki enn orðið. Grétar segir að í meginforsendum kjarasamninga ASÍ sé kveðið á um endurskoðun samninga, sé verðbólga og umtalsverðar breytingar á kjörum stétta umfram það sem sé í samningum sambandsins. Forsendunum hafi ekki verið haldið á lofti en þær séu þekktar.