Skipbrot viðræðna

"Það kann að vera að ef menn geti einhverntímann haft skilning á lagasetningu þá séu þær aðstæður uppi," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Reynslan sýni þó að þær fresti einungis vandanum en samningaferli kennara og sveitarfélaga virðist í bili hafa beðið skipbrot. Ari segir að rætt hafi verið að til þess gæti komið að forsætisráðherra fundaði með Samtökunum en aðstæður hafi breyst og ekki hafi verið talin þörf á fundi.