Samningar sýna réttmæti laganna 17. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist mjög ánægður með að kjarasamningar hafi náðst. "Ég óska kennurum og sveitarfélögum til hamingju," segir Halldór. Hann segir að þessi niðurstaða staðfesti að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lagasetningu hafi verið rétt: "Deiluaðilum var gefinn frestur samkvæmt lögunum til að ná samningum og nú hefur það tekist. Þetta staðfestir að það var nauðsynleg og rétt ákvörðun." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, segir að nú sé áríðandi að koma skólastarfi í eðlilegt horf og að allir sem komi að skólastarfi verði að leggist á eitt til að svo verði: "Nei, ríkið lagði ekki til aukið fé. Þeir öxluðu ábyrgðina sem það áttu að gera". Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, fagnaði samningunum: "Ég tel að kennarar hafi gert sér ljóst að þeir höfðu ekki marga góða kosti og þetta var sá skásti. Sama má segja um okkur því allt skólastarf var að hrynja í okkar höndum. Nú getum við loksins farið að græða sárin." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fagnar því að deilan skuli til lykta leidd í frjálsum samningum: "Sveitarfélögin hafa farið út fyrir sín þolmörk og nú þarf að gera upp fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga." Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar sem segir að 5-6 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin geti staðið skil á sínum rekstri. Menntamálaráðherra hefði gefið ákveðin fyrirheit í umræðum á þingi um að ríkið greiddi fyrir skammtímasamningi: "Þetta er langtímasamningur en hún hlýtur að standa við orð sín." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna segir að það sé dapurlegt að horfast í augu við þær fórnir sem kennarar hafi fært og það tjón sem orðið hafi á skólastarfi: "Framganga ríkisstjórnarinnar stendur upp úr í þessu máli. Hún þóttist enga ábyrgð bera á skólastarfi."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira