Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar Bjarni Karlsson skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun