Tældi 9 ára telpu upp í bíl sinn 25. nóvember 2004 00:01 Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Lögreglan telur sig hafa greinargóða lýsingu á ungum karlmanni sem í gær lokkaði 9 ára telpu upp í bifreið sína í Kópavogi og ók með hana upp að Skálafelli. Hann laug að telpunni að móðir hennar hefði slasast alvarlega í umferðarslysi. Maðurinn tældi stúlkuna upp í bíl sinn við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku klukkan u.þ.b. 15.45 í gær. Hann kynnti sig sem lögreglumann og tjáði henni að móðir hennar væri illa haldin á sjúkrahúsi eftir slys og þangað ætti hann að fara með stúlkuna. Hann ók svo með hana upp á Mosfellsheiði í átt að Skálafelli þar sem hann skildi hana eftir. Um tveimur klukkustundum síðar, eða um klukkan hálfsex, ók maður á jeppa fram á telpuna við afleggjarann að skíðasvæðinu í Skálafelli. Hún var þá orðin blaut og köld. Eftir að stúlkunni var komið til byggða var hún færð til skoðunar á sjúkrahúsi. Friðrik Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi unnið henni líkamlegt mein, hver svo sem ásetningur hans hafi upphaflega verið. Hann segir að stúlkan beri sig vel miðað við þá lífsreynslu sem hún varð fyrir og að hún hafi getað gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum. Hann er um tvítugt, sköllóttur eða svo til, með svört gleraugu og skekkhýjung fyrir neðan neðri vör. Það litla sem vitað er um bifreiðina er að hún er rauð með skotti, þ.e. ekki „station“. Friðrik segir að allt tiltækt lið lögreglumanna í Kópavogi vinni að rannsókn málsins. Nokkrar ábendingar hafi borist frá fólki í dag en ekkert sem leitt hafi til þess að maðurinn fyndist. Lögregla biður alla þá sem urðu varir við rauða fólksbifreið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku á bilinu 15.30-16.00 í gær, eða kynnu að hafa aðrar upplýsingar um málið, að hafa samband við lögregluna í Kópavogi í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira