Flutti inn hass með tengdamömmu 25. nóvember 2004 00:01 25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
25 ára maður hefur verið ákærður, ásamt tengdamóður sinni, fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Hassið var flutt hingað til lands í febrúar. Tengdamóðirin var ein ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi í sama mánuði. Tengdamóðirin neitar að hafa komið nærri innflutningi á kílóunum níu. Hún játaði það samt hjá lögreglu en segist nú hafa gert það sökum streitu og vegna hjálpsemi þar sem hún hafi viljað hjálpa tengdasyninum. Maðurinn segir tengdamóðurina hafa fræst innan úr fjölum svo hann gæti falið fíkniefnin. Tengdamóðirin, sem hefur lært trésmíði, sá um að fræsa fjalirnar en þeim ber engan veginn saman um í hvað tilgangi hún vann tréverkið. Hann játar að hafa falið fíkniefnin í viðarfjölunum og að hafa látið senda þau á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Þegar tengdamóðirin játaði hjá lögreglu að hafa staðið með tengdasyninum að innflutningnum gaf hún að fyrra bragði upp hversu mikið af fíkniefnum var í sendingunni, samkvæmt framburði lögreglumanna. Tengdamóðirin er einnig ákærð fyrir innflutning á fimm kílóum af hassi sem hún faldi í viðarfjölum og sendi frá Danmörku með flugi. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf segist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Verjandi mannsins vill skilorðsbundinn dóm að öllu leyti eða að hluta. Hann segir skjólstæðing sinn illa mega við fangelsisvist vegna heilsubrests, en hann eigi örugglega Íslandsmet ef ekki Evrópumet í bílslysum. Á síðustu tíu árum hafi hann lent í alvarlegum bílslysum og einu bifhjólaslysi og þurfi daglega sjúkraþjálfun. Sækjandi segir skilorðsbundna refsingu ekki koma til greina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira