Níu ára stúlku rænt í Kópavogi 25. nóvember 2004 00:01 Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólksbíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllóttur, með gleraugu með svartri umgjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlkunnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. "Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varðbergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum," segir Friðrik. Lögreglunni hafa borist nokkrar ábendingar og eru þær kannaðar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Maður nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur á miðvikudag, ók með hana upp veginn að Skálafelli og skildi hana þar eftir. Stúlkan veifaði til vegfaranda á Þingvallavegi sem tók hana upp í bílinn og hafði hann samband við lögreglu og foreldra stúlkunnar. Maðurinn var ekki fundinn þegar blaðið fór í prentun í gær. Maðurinn var á rauðum fólksbíl með skotti. Hann er talinn vera um tvítugt, nánast sköllóttur, með gleraugu með svartri umgjörð og skegghýjung undir neðri vör. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir stúlkuna hafa verið kalda og hrakta en hún hafi borið sig vel. Friðrik segir brottnám stúlkunnar vera einangrað tilvik og að ekki hafi verið tilkynnt um neitt þessu líkt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. "Þó að tilvikið sé einangrað er full ástæða til að segja foreldrum að brýna fyrir börnum sínum að vera á varðbergi og fara ekki upp í bíl með ókunnugum," segir Friðrik. Lögreglunni hafa borist nokkrar ábendingar og eru þær kannaðar. Lögreglan í Kópavogi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 560-3041.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira