Endurgreiðslubyrði námslána lækkuð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2004 00:01 Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Námslán - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna felur í sér mikla réttarbót fyrir námsmenn og lánþega LÍN. Frumvarpið byggir á niðurstöðu nefndar er ég skipaði í júlí síðastliðnum og fól að endurskoða lögin um LÍN í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í stefnuyfirlýsingunni er lögð áhersla á að LÍN gegni áfram því meginhlutverki að tryggja öllum tækifæri til náms. Jafnframt segir þar að endurskoða beri lög um sjóðinn og huga að því að lækka endurgreiðslubyrði námslána. Nefndin, sem Gunnar Ingi Birgisson gegndi formennsku í, komst að þeirri meginniðurstöðu að lögin um Lánasjóðinn hefðu reynst góður grunnur fyrir starfsemi sjóðsins. Hún lagði því til að meginatriði laganna héldust óbreytt en að hugað yrði að breytingum á einstökum ákvæðum. Þær meginbreytingar sem nefndin lagði til og er að finna í frumvarpinu eru eftirfarandi: - Árlegt endurgreiðsluhlutfall námslána verði lækkað úr 4,75% í 3,75%. - Fjármagnstekjum verði bætt við tekjustofn til ákvörðunar árlegri tekjutengdri afborgun. - Tekjugrundvöllur einhleypra lánþega verði útsvarsstofn og fjármagnstekjur samkvæmt skattalögum. - Lánþegum með eldri námslán verði gefinn kostur á skuldbreytingu, þ.e. að endurgreiða af lánum sínu í samræmi við nýja endurgreiðsluskilmála. - LÍN hætti að veita svokölluð markaðskjaralán. Mikilvægustu ákvæði frumvarpsins snúa að lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og breikkun tekjustofnsins sem endurgreiðslan tekur mið af. Hér er um stórt hagsmunamál lánþega að ræða sem ætla má að muni ekki síst nýtast greiðendum námslána fyrstu árin að loknu námi. Það er yfirleitt á þeim árum sem ungt fólk er að kaupa sína fyrstu íbúð og stofna fjölskyldu. Þetta er því vonandi kærkomin kjarabót fyrir þennan hóp. Þó að breikkun tekjustofnsins og tillit til fjármagnstekna geti hækkað árlega greiðslubyrði og þannig stytt endurgreiðslutíma námsláns er ég sammála endurskoðunarnefndinni um að breikkun þessi sé eftirsóknarverð. Hún dregur úr kostnaði ríkissjóðs við lækkun endurgreiðsluhlutfallsins og það skiptir minna máli en áður hvernig greiðendur haga tekjuöflun sinni. Það má líka segja að með þessari leið sé verið að undirstrika enn og aftur að Lánasjóður íslenskra námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður og það hefur verið réttlætt með því að þeir sem hafa hærri tekjur greiði hlutfallslega hraðar inn í sjóðinn. Með því að taka nú einnig tillit til fjármagnstekna er verið að draga fram fram fleiri tekjustofna enda fjölgar þeim sem hafa ekki einungis framfærslu af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að lækkun árlegrar greiðslubyrði nái ekki einungis til nýrra lánþega heldur einnig þeirra sem tekið hafa lán á grundvelli eldri laga um LÍN. Þeim verður í ákveðinn tíma gefinn kostur á að skuldbreyta eldri lánum. Frumvarpið byggir á því að helmingur þeirra sem tekið hafa námslán eftir 1992 nýti sér þennan rétt. Greiðendur þeirra eru um 15.000 talsins og áætlað er að tæplega 10.000 manns fái námslán skólaárið 2004-2005. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir lykilhlutverki í okkar menntakerfi. Það er vandfundið kerfi í nokkru öðru ríki er styður jafn dyggilega við bakið á háskólanemum og LÍN. Heildarfjöldi lánþega hjá LÍN var í lok síðasta árs 35 þúsund og útistandandi lán sjóðsins námu 66 milljörðum króna. Í áætlun sjóðsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir tæplega tíu þúsund lánþegum og að ný útlán verði 7,1 milljarður króna. Um helmingur þeirrar upphæðar kemur úr ríkissjóði enda er það mat Ríkisendurskoðunar að árlegt framlag til viðbótar rekstrarkostnaði þurfi að nema 50% af útlánum til að standa undir afföllum og kostnaði við vaxtaniðurgreiðslu sjóðsins. Það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi mun leiða til nokkurs kostnaðarauka til viðbótar þrátt fyrir að í framtíðinni verði einnig tekið tillit til fjármagnstekna við útreikninga á endurgreiðslu lánþega. Það er mat fjármálaráðuneytisins að árlegur kostnaðarauki ríkissjóðs af því að lækka endurgreiðsluhlutfall um eitt prósentustig muni nema 265-340 milljónum króna. Það þýðir að framlag ríkissjóðs til LÍN hækkar um 3,7-4,8% eða úr um 49% af útlánum í um 53%. Með þessu verið að létta róðurinn verulega hjá lánþegum Lánasjóðsins og uppfylla það loforð ríkisstjórnarinnar að lækka endurgreiðslubyrði námslána.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun