Landspítali sakaður um lögbrot 2. desember 2004 00:01 Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira