Gruna miltisbrand í álagablettum 2. desember 2004 00:01 Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fornleifafræðingar eru margir hverjir uggandi vegna miltisbrands, sem kann að leynast í jarðvegi hér á landi, að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings. Megi leiða líkur að því að svokallaðir álagablettir, sem finnast víða um land, séu einmitt nefndir svo eftir að þar hafi verið huslaðar skepnur, sem sýkst hafi af miltisbrandi. Sigurður Sigurðarson dýralæknir hefur lagt á það áherslu, að merkja þurfi svæði, þar sem miltisbrandssýktar skepnur hafi verið urðaðar til að koma í veg fyrir að hróflað verði við sýktri jörð. Komi miltisbrandssýktar dýraleifar upp á yfirborðið geti sýklarnir borist í dýr og menn. "Fólk er byrjað að ræða þessa hættu sín í milli núna," sagði Steinunn. "Þetta hefur meðal annars verið rætt í sambandi við þessa svokölluðu álagabletti sem eru út um allt og við erum oft að grafa í. Það er talið að þetta séu í mörgum tilfellum staðir sem leifar af miltisbrandi geti leynst í. Þessar hugmyndir um álagablettina eru oft fólgnar í því að skepnur drepist af að bíta gras á þeim. Margir vilja halda því fram, að það hafi gerst í raun og veru og hafi þá tengst miltisbrandi." Steinunn sagði, að full ástæða væri fyrir fornleifafræðinga að hafa þessa hugsanlegu hættu í huga. Álagablettirnir tengdust oft rústum eða svæðum. Því væri þetta enn varasamara fyrir fornleifafræðinga, sem oft væru að vinna á slíkum stöðum. Málið verður tekið upp á aðalfundi Fornfræðingafélagsins sem verður á milli jóla og nýárs, að sögn Steinunnar. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt formlega áður en nú væri kominn tími til. "Við þurfum oft að grafa okkur í gegnum yngri lög í jarðveginum," sagði hún. "Sem dæmi má nefna, að á Skriðuklaustri, þar sem ég er að vinna núna komum við niður á hrosshræ sem hafði verið huslað í rústunum sem við vorum að grafa í. Það sama gerðist í Viðey. Þar var hræ af hrossi sem hafði drepist, sem hafði verið sett í rústirnar. það er því vissulega ástæða fyrir okkur að velta þessu fyrir okkur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira