Fékk verðlaun ársins 8. desember 2004 00:01 Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrirtækið 3-Plus hf. fékk verðlaun ársins hjá Mattel, sem er stærsta leikfangafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið hefur hannað og þróað leiktækið dvd-kids og InteracTV ásamt gagnvirkum fræðsluleikjum. Mattel á og rekur Fisher Price, sem selur, markaðssetur og dreifir InteracTV í öllum enskumælandi löndum. Árlega koma á markað yfir 200 nýjungar í leikföngum frá Mattel og hlaut InteracTV frá 3-Plus heiðursverðlaunin í ár. Jóhannes Þórðarson, markaðs- og þróunarstjóri 3-Plus, segir að þetta sé mikill heiður og um leið viðurkenning á því að 3-Plus sé á réttri leið. Samstarfið við Fisher Price sé gott og hafi tæki fyrirtækisins verið á lista yfir mest seldu vörur Fisher Price í Wal-Mart og Toys "r" Us frá því vörurnar fóru á markað í september. "Næst þegar við komum með nýjar vörur til þeirra er horft á það allt öðrum augum en ef við værum að byrja," segir hann. 3-Plus hefur á síðustu fjórum árum hannað og þróað þráðlaust leiktæki sem breytir venjulegum DVD-spilara í leikjavél. Tækið er skilgreint sem þroskaleikfang og er það notað með sérhönnuðum DVD-diskum og stýrispjöldum. Þegar hafa verið framleiddir 14 leikir sem byggðir eru á þekktum sögupersónum á átta tungumálum. Á næsta ári verða kynntar þrjár nýjar vörur en áætlað er að gefa út 12-14 leiki fyrir Evrópu. Í undirbúningi er svo dreifing í Asíu. 3-Plus var stofnað árið 1999. Hluthafar eru á þriðja tug og starfsmenn 12. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Frakklandi og Danmörku. Framleiðsla fer fram í Asíu.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira