Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda 8. desember 2004 00:01 Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira