Stakk mann með skærum 8. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira