Fór ekki niður af svölum hússins 9. desember 2004 00:01 Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira