Allt í einu skíðlogaði allt! 13. desember 2004 00:01 Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Hlynur Hreiðarsson vélvirki var að slípa og sjóða saman rör fyrir Hitaveitu Suðurnesja ásamt öðrum vélvirkja þegar neisti fór úr slípirokk í nálæga tunnu fulla af olíu við útvegg vélsmiðjunnar. Eldurinn blossaði upp. Nálægt olíutunnunni voru málningarafgangar og þar héngu líka vinnugallar. Vélsmiðirnir gripu nálæg slökkvitæki og tæmdu þau en allt kom fyrir ekki. Húsið varð alelda á örskammri stundu. "Allt í einu skíðlogaði allt. Það var eldhaf. Við reyndum að beita slökkvitækjum en hringdum svo í slökkviliðið," sagði Hlynur eftir hádegi í gær þegar hann var mættur aftur í vinnu eftir að hafa farið heim um morguninn og lagt sig. "Þetta var skelfilegt. Þetta gerðist ansi hratt. Maður er í sjokki. Ég skil ekki hvernig þetta hefur gerst. Eldurinn hlýtur að hafa náð í eitthvað sem vanalega næst ekki í," sagði hann. "Það var pollur á gólfinu og allt í einu skíðlogaði allt." Eldurinn kom upp um fimmleytið í fyrrinótt þegar vélvirkjarnir voru að klára verkið. Hlynur segir að á nokkrum sekúndum hafi þeir séð að ekki yrði neitt við eldinn ráðið og flýttu þeir sér þá út úr húsinu. Slökkvilið kom á staðinn skömmu síðar. Jón Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar, segir að að mestu leyti hafi verið búið að slökkva eldinn þegar hann hafi komið á staðinn í gærmorgun. Hann telur að tjónið hlaupi að minnsta kosti á tugum milljóna króna. Húsinu verði lokað, bráðabirgðarafmagn tengt í það og hita komið á svo að hægt verði að hefja störf. Grindin sé að mestu heil en það taki nokkra mánuði að taka alla klæðningu utan af húsinu og klæða það upp á nýtt auk þess sem það þurfi að hreinsa húsið og endurnýja að innan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira