Eiginkonan reyndi endurlífgun 13. desember 2004 00:01 Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira