Eitt högg er nóg 14. desember 2004 00:01 Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira