Guðjón Valur á leið til Gummersbach 15. desember 2004 00:01 Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Sjá meira