Innlent

Fíkniefnin hafa skilað sér niður

Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í farangri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. Maðurinn skilaði síðustu kúlunum úr líkamanum í gær. Nákvæmt magn efnisins er ekki vitað en það mun liggja fyrir eftir helgi. Eins verður þá búið að sannreyna hvort ekki sé örugglega um kókaín að ræða. Upp komst um manninn eftir að pakkningar með hvítu efni fundust í bakpoka hans við tollskoðun. Greinilegt var að pakkningarnar höfðu áður verið geymdar innvortis en hann hefur þurft að skila þeim í flugvélinni á leiðinni til landsins. Líkur má leiða að því að maðurinn sé svokallað burðardýr. Samkvæmt heimildum blaðsins beinist rannsókn málsins því meðal annars að því að finna móttakendur efnanna hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×