Ákærunni haldið til streitu? 18. desember 2004 00:01 Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira