Stjórnvöld hvika hvergi 20. desember 2004 00:01 Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þau íslensku til þess að draga til baka boðið til Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, og áréttuðu að um væri að ræða ákærðan og eftirlýstan mann. Sendiherra Bandaríkjamanna hér á landi var hins vegar tilkynnt í dag að boðið stæði. Davíð segir það ekki þurfa að vera að Bandaríkjamenn muni leggja fram framsalskröfu. Þeir séu undrandi á ákvörðun íslenskra stjórnvalda, en það sé mat íslenskra stjórnvalda að íslensk lög standi ekki til framsals þar sem brotið sé fyrnt að íslenskum lögum. Þess vegna væri ekki framsalsskylda hér en á það yrði að reyna með formlegum hætti. Mál Fischers kemur upp á sama tíma og viðræður standa yfir milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi veru varnarliðsins hér landi. Engin formdæmi eru fyrir því að Íslendingar veiti manni landvistarleyfi sem bandarísk yfirvöld álíta eftirlýstan glæpamann, en utanríkisráðherra hefur þó ekki áhyggjur af því að til eftimála komi. Davíð segir að á milli vinaþjóða eigi mál sem þetta að fara lögformlega leið samkvæmt samningum. En brotið sé að mati Íslendinga fyrnt. Fischer sjálfum er mikið í mun um að komast hingað til lands sem fyrst . Hann hefur ákveðið að falla frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum, en þó ekki fyrr en tryggt verður að þau heimili honum að fara til Íslands. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segist nú bíða þess eins að það komist á hreint áður en hann heldur utan til að fylgja Fischer til Íslands. Jafnvel var búist við því að þessi mál kæmust á hreint í morgun og var Sæmundur tilbúinn að fara utan í einkaþotu til Japans um hádegisbil í dag. Síðar kom í ljós að ekkert myndi gerast strax, svo ferðin verður farin í fyrsta lagi á morgun, annað hvort með einkavél eða áætlunarflugi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira