Arnór í stað Snorra 21. desember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira