3 vikna gæsluvarðhald vegna smygls 22. desember 2004 00:01 Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Einn flugfarþeginn enn var gripinn með fíkniefnasendingu í Leifsstöð í fyrradag og hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á um það bil tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni, sem eru sterkustu og dýrustu fíkniefnin á markaði hér. Brasilísk kona, sem var handtekin á Keflavíkurflugvelli á mánudag eftir að 800 grömm af kókaíni fundust á henni við komuna til landsins, var í gærkvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald í allt að þrjár vikur. Konan kom frá Brasilíu með viðkomu í Kaupmannahöfn og hafði límt efnið utan á líkama sinn. Þetta er fjórða kókaínsendingin sem finnst á flugfarþegum í Leifsstöð á nokkrum vikum og er samanlagt magn sendinganna tæp tvö kíló. Smásöluvirði þess hefði getað numið á bilinu 40-60 milljónir króna. Talið er að konan sé svonefnt burðardýr sem fái þóknun fyrir flutninginn en standi ekki í sölu. Enginn Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins svo fréttastofunni sé kunnugt um. Með þessari sendingu er búið að gera fimm kíló af kókaíni upptæk það sem af er árinu og tæp sextán kíló af amfetamíni. Þessi sterku efni eru greinilega í sókn að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Ásgeir segir efnin að verða hluta af skemmtanamynstri margs ungs fólks líkt og áfengi, án þess að fólk neyti þeirra að staðaldri. Þá er kókaínneyslan að færast neðar og neðar í aldursflokkana og nú eru allt niður í 16 ára unglingar farnir að neyta þess. Grammið af kókaíni kostar í smásölu 12-15 þúsund krónur. Það getur dugað byrjanda í heillar nætur skrall en þegar líkaminn hefur myndað þol getur einstaklingurinn þurft allt upp í fjögur grömm og þá kostar neysla næturinnar 50-60 þúsund krónur. Auk kókaíns og amfetamíns er búið að gera rúmlega tvö þúsund LSD-skammta upptæka, rúmlega 7.500 e-töflur, tvö kíló af maríjúana og tæp 37 kíló af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira