Slæmt að þagnarskylda skuli rofin 22. desember 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn á Baugi og vísað ákveðnum þáttum skattrannsóknarinnar til Ríkislögreglustjóra. Það var Ríkislögreglustjóri sem vísaði málinu til Skattrannsóknarstjóra í fyrrahaust. Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, segir slæmt að embættin hafi rofið þagnarskyldu. Lögreglurannsókn á Baugi hófst árið 2002 í framhaldi af kæru Jóns Geralds Sullenbergers í lok ágúst það ár. Skömmu seinna var gerð húsleit í höfuðstöðvum SMS í Færeyjum sem Baugur átti þá helming í. Litlu seinna sendi Ríkislögreglustjóri gögn úr húsleitinni til Skattrannsóknarstjóra vegna gruns um að skattalög hefðu verið brotin. Í framhaldi af því gerði Skattrannsóknarstjóri húsleit í skrifstofum Baugs og fjárfestingarfélaginu Gaumi. Í vor aflaði lögreglan upplýsinga um viðskipti tengd Baugi Group og Gaumi sem eiga stóran hlut í Baugi, hjá Kaupthing Bank SA í Lúxemborg. Skattrannsóknarstjóri afhenti svo forsvarsmönnum Baugs drög að skýrslu í júní og gaf þriggja vikna andmælafrest. Um miðjan síðasta mánuð var síðan tekin ákvörðun um að senda hluta rannsóknarinnar Ríkislögreglustjóra til meðferðar, en það er gert ef grunur er uppi um sérlega stórfelld og alvarleg brot. Forsvarsmenn Baugs saka Ríkislögreglustjóra og Skattrannsóknarstjóra um að rjúfa þagnarskyldu og segja tímasetninguna athyglisverða, ekki síst þar sem upphaf lögreglurannsóknarinnar og húsleitin á sínum tíma setti kaup félagsins á Arcadia í uppnám haustið 2002 og ekkert varð af viðskiptunum. Fréttirnar núna koma í kjölfar þess að á föstudag gerði Baugur formlegt yfirtökutilboð í bresku matvörukeðjuna Big Food Group ásamt fleiri fjárfestum. Jón H. Snorrason hjá Ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið á þessari stundu. Kristín Jóhannesdóttir hjá Gaumi staðfesti að ákveðin atriði hefðu verið send til Ríkislögreglustjóra. Hún vildi ekki staðfesta hvers eðlis þau væru eða hversu alvarleg hún teldi þau vera. Hún segir slæmt að embættin rjúfi þagnarskyldu um rannsóknina og tímasetningin sé sérkennileg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira