Ekki truflandi áhrif 22. desember 2004 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira