Ekki truflandi áhrif 22. desember 2004 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira