Mikið af falsaðri merkjavöru 28. desember 2004 00:01 Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira