Ásgeir Örn til Lemgo 29. desember 2004 00:01 Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira
Einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins, Ásgeir Örn Hallgrímsson, mun skrifa undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Lemgo í byrjun næsta árs. Hann klárar þessa leiktíð með Haukum en flytur síðan búferlum til Þýskalands næsta sumar. Ásgeir Örn hefur verið orðaður við fjölda erlendra liða síðustu mánuði en hefur tekið sér góðan tíma í að finna rétta félagið. "Ég fór utan til félagsins rétt fyrir jól og leist gríðarlega vel á allar aðstæður. Ég vildi taka minn tíma og skoða allt vel áður en ég tók ákvörðun um hvert ég færi. Ef eitthvert lið vill virkilega fá mann þá bíður það eftir manni. Umgjörðin hjá Lemgo er frábær og þetta er mjög metnaðarfullt félag sem stefnir hátt og ég er gríðarlega ánægður með val mitt," sagði Ásgeir Örn við Fréttablaðið í gær. Lemgo hefur verið eitt besta félag Þýskalands síðustu ár og innan raða félagsins er fjöldi reyndra landsliðsmanna. Þeir eru margir hverjir að komast á aldur og því er félagið smám saman að sækja unga leikmenn eins og Ásgeir og Loga Geirsson sem gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. "Þetta leggst gríðarlega vel í mig og það er gaman að hafa Loga þarna á svæðinu. Það munar mikið að hafa Íslending á staðnum og við Logi höfum alltaf náð ágætlega saman. Ég neita því ekki að það er ákveðinn léttir að vera búinn að fá botn í mín mál. Ég vildi velja rétt og ég tel mig hafa gert það," sagði Ásgeir Örn en hann er ákveðinn í því hvernig hann ætlar að kveðja Haukana. "Ég ætla að kveðja með Íslands- og deildarmeistaratitli. Svo fer ég sáttur til Þýskalands." henry@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira