Alvarlega slösuðum fækkar mest 31. desember 2004 00:01 Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira