Pólitísk ókyrrð í Þýskalandi 3. nóvember 2005 06:00 Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmyndun Angelu Merkel, foringja Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, virðist nú hanga á bláþræði eftir innanflokksátök í Jafnaðarmannaflokknum, þar sem róttæk kona var kjörin framkvæmdastjóri flokksins. Í kjölfarið tilkynnti Franz Münterfering, formaður flokksins, að hann myndi láta af formennsku, og jafnvel ekki taka sæti í stjórninni, þar sem hann átti að verða varakanslari og vinnumálaráðherra. Þetta leiddi svo til þess að kristilegi demókratinn Edmund Stoiber frá Bæjaralandi sagðist ekki myndu taka sæti í stjórninni og halda kyrru fyrir í München. Raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi hófust ekki fyrr en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan, en áður höfðu leiðtogar flokkanna ræðst við formlega og óformlega eftir kosningarnar fyrir um einum og hálfum mánuði. Margs konar stjórnarmynstur voru rædd en niðurstaðan varð sú að stóru flokkarnir tveir, Kristilegir demókratar og systurflokkur þeirra ásamt Jafnaðarmönnum, mynduðu næstu ríkisstjórn Þýskalands. Aðalverkefni þeirrar stjórnar átti að vera að koma efnahagsmálunum í lag, og talað var um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda í því sambandi. Eftir mikil fundahöld bak við luktar dyr varð niðurstaðan í undirbúningsviðræðunum sú að Gerhard Schröder yrði ekki kanslari áfram og tæki ekki sæti í ríkisstjórninni, heldur myndi Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra, leiða hana. Í kosningunum var fylgi flokkanna nokkuð jafnt, en það sem kom kannski mörgum á óvart var að Jafnaðarmannaflokkurinn fékk meira fylgi en búist hafði verið við, en Kristilegir fengu ekki eins mikið og búist hafði verið við. Talið er að persónutöfrar Schröders hafi haft mikið að segja á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Eftir að stóru flokkarnir urðu ásáttir um að vinna saman í næstu ríkisstjórn áttu hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður að hefjast en þá þegar var búið að ganga frá ráðherraembættum, ekki aðeins hvaða flokkur fengi hvaða ráðuneyti, heldur var búið að skipa í stöðurnar. Þannig var ljóst að Jafnaðarmenn áttu að fá flest lykilembættin í stjórninni, gegn því að Angela Merkel yrði kanslari. Meðal ráðuneyta Jafnaðarmannaflokksins má nefna utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneytið auk varakanslaraembættisins. Þannig voru þeir með mörg lykilembætti. Sumir stjórnmálaskýrendur kváðu svo fast að orði að þeir sögðu að væntanlegur kanslari væri gísl jafnaðarmanna í ríkisstjórninni og Angela Merkel myndi ekki geta gert neina stóra hluti án samþykkis þeirra – hún væri landlaus sögðu aðrir. Við niðurröðun í ráðherraembættin sögðu sum blöð að ríkisstjórnin yrði mjög sviplaus, því þar væru fáir sem sópaði að. Þetta væri allt vænt og gott fólk, atvinnumenn og -konur í pólitík, en neistann vantaði. Það var því ekki spáð vel fyrir stjórninni áður en hún var formlega mynduð og nú bætist það við að tveir af lykilmönnunum í undirbúningsviðræðunum verða líklega ekki með í ráðuneyti Angelu Merkel. Það kemur kannski ekki á óvart að Edmund Stoiber hafi notað fyrsta tækifæri til að afsala sér ráðherraembætti undir stjórn Merkel, því þau öttu á sínum tíma kappi um forystu í flokknum. Því hefur verið haldið fram að ef kosningarnar hefði ekki borið svona brátt að hefði Stoiber hugsanlega orðið kanslaraefni Kristilegra en flokkurinn hafi ekki talið það heppilegt að skipta um kanslaraefni í sumar fyrir kosningar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þýskum stjórnmálum á næstunni en ef tekst að mynda stjórn stóru flokkanna verður hún kannski ekki langlíf. Nú þegar virðist ljóst að tvær veigamestu fjaðrirnar úr báðum flokkum verða þar ekki innanborðs, og mátti stjórnin ekki við því að missa þær.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun