Viðskipti innlent

Þrjátíu innherjamál skoðuð

Fjölmargir fulltrúar skráðra félaga í Kauphöll Íslands mættu á ársfund Fjármálaeftirlitsins.
Fjölmargir fulltrúar skráðra félaga í Kauphöll Íslands mættu á ársfund Fjármálaeftirlitsins.

Tólf fyrirtæki voru beitt fjársektum af Fjármálaeftirlitinu á síðasta starfstímabili vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Alls voru 30 mál rannsökuð sem vörðuðu ákvæði um rannsóknar- og tilkynningarskyldu innherja fyrirtækja og skil á innherjalistum.

Fjármálaeftirlitið birtir ekki nöfn þessara fyrirtækja. Innherji er sá sem stöðu sinnar vegna býr yfir mikilvægum upplýsingum er varða fyrirtæki og hafa ekki verið gerðar opinberar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði á ársfundi stofnunarinnar í gær að frá og með deginum í gær myndi eftirlitið fylgja svokallaðri gegnsæisstefnu í kjölfar lagabreytinga sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn.

Samandregnar niðurstöður athugana yrðu birtar og aðilar sem beittir væru stjórnvaldssektum nafngreindir. Þegar málum yrði vísað til lögreglu yrði almennt skýrt frá efnisatriðum þeirra en ekki greint frá nöfnum, enda væri það lögreglunnar að rannsaka málin frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×