Atvinnumennska innan fimm ára 14. nóvember 2005 07:00 Teitur Þórðarson segir að atvinnumennska á íslandi sé á næsta leiti. fréttablaðið//valli Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira
Teitur Þórðarson, þjálfari KR, telur að atvinnumennska verði við lýði í íslenskum fótbolta innan fimm ára og bendir, máli sínu til stuðnings, á að peningarnir í íslenskum fótbolta í dag séu oft á tíðum síst minni en hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni. "Þegar ég var úti í Noregi að þjálfa Brann og Lyn á sínum tíma þá voru þetta ekki atvinnumenn," sagði Teitur við Fréttablaðið í gær. "Atvinnumennskan kemur ekki til Noregs fyrr en 1994 og þá var það mjög algengt að menn væru í hlutastörfum með fótboltanum. Menn æfðu klukkan sex á morgnana og svo aftur seinna um daginn og þannig hefur þetta byggst upp í Noregi og Skandinavíu. Það sama er að gerast hérna núna. Eftir nokkur ár verða félögin hér orðin atvinnufélög svo þetta breytist allt saman. Þetta er framtíðin á Íslandi. Við héldum á sínum tíma að þetta væri ekki framtíðin í Noregi eða Skandinavíu en þetta hefur gjörbreyst allt saman þarna úti og það er alls staðar atvinnumennska. Eftir allar þær breytingar sem hafa orðið hér á nokkrum árum þá tel ég að þetta gerist innan fimm ára, það er að segja að einhver af þessum liðum hérna á Íslandi verði orðin meira eða minna atvinnulið," segir Teitur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá að undanförnu fara laun leikmanna á Íslandi síhækkandi og eru dæmi um að menn þéni allt að fimm milljónir á ári fyrir það eitt að spila fótbolta en Teitur segir það mun hærri laun en hjá mörgum leikmönnum í Noregi. "Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því en vissulega er verið að borga mjög góð laun á sumum stöðum hérna á Íslandi. Launin í Noregi eru vissulega góð, bestu liðin í Noregi eru að borga mjög vel og sumir leikmenn þar eru að þéna 30 milljónir á ári," segir Teitur og bætir við að sjálfsagt séu margir leikmenn hér á landi sem þéni ekkert minna en kollegar þeirra í Noregi. "Þó svo að menn séu atvinnumenn eru þeir ekki á neinum gríðarlega háum launum. Það eru stóru liðin sem borga rosalega vel en í öðrum liðum eru menn að hafa kannski þrjár milljónir á ári. Ég get nefnt Ålesund sem dæmi, þeir féllu reyndar úr efstu deildinni í Noregi núna en þar eru margir leikmenn sem eru ekki að þéna þrjár milljónir á ári. Það sama gildir um fleiri lið," segir Teitur.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Sjá meira