Nýtt hátæknisjúkrahús 15. nóvember 2005 06:00 Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni. Eitt slíkt samfélagsverkefni er uppbygging nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni í tengslum við þá sjúkrahús- og háskólastarfsemi sem þar er fyrir á vegum Landspítala - háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, kynnti á dögunum niðurstöður úr alþjóðlegri hönnunarsamkeppni þar sem nýja hátæknisjúkrahúsið var sýnt í líkani og á kortum í fyrsta sinn. Fjármagnið sem fékkst úr Símasölunni mun renna til byggingar fyrsta áfanga, þ.e. slysa- og bráðaþjónustu og aðstöðu fyrir rannsóknarstarfsemi. Ljóst er af kynningunni að nýja sjúkrahúsið verður stórkostlegt framfaraspor í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Aðstaða fyrir sjúklinga og starfsmenn mun verða eins og best þekkist á þessu sviði. Ungbarnadauði og lífslíkur á Íslandi Í dag er heilbrigðismálum þjóðarinnar afar vel sinnt. Þeir mælikvarðar sem helst eru notaðir til að meta stöðu heilbrigðismála milli landa eru ungbarnadauði og lífslengd íbúanna. Hér á landi er ungbarnadauði sá minnsti sem þekkist á hnattræna vísu og ævilengd sú lengsta meðal karlmanna sem þekkist og sjötta lengsta meðal kvenna. Nýja sjúkrahúsið mun auka líkurnar á að við munum áfram vera meðal fremstu þjóða hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Á Íslandi er almenn samstaða um að heilbrigðisþjónustan sé almannaþjónusta að mestu leyti þ.e. að verulegur hluti skattgreiðslna renni til að standa undir henni. Hinsvegar er nauðsynlegt að gera kröfur til að fjármagninu sé vel varið, en nú fara um 40 prósent af útgjöldum ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamála. Á næsta ári verður líklega um 700 milljóna króna raunaukningu til heilbrigðis- og tryggingamála að ræða. Dæmi um lykiltölur eru að það kostar um 5 milljónir króna að reka eitt hjúkrunarpláss á ári og um 22 milljónir króna að reka eitt almennt sjúkrahúspláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á ári. Að undanförnu hefur mikill árangur náðst í rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss eins og fram kom í fréttum í haust. Þar kom fram að gjöld sjúkrahússins á fyrri helmingi ársins námu 14.367 milljónum króna en tekjur 14.288 milljónum króna. Gjöld eru því 79 milljónum króna umfram tekjur eða 0,55 prósent. Rekstur þess á fyrri helmingi ársins er því nánast í jafnvægi, enda nemur frávik minna en einu prósenti af rúmlega 14 milljarða króna veltu. Af þessu er ljóst að umskipti hafa orðið í fjármálastjórnun sjúkrahússins, þ.e. ef áætlanir halda áfram að standast næstu misserin. Ástæða er til að fagna bættum rekstri sjúkrahússins og þeirri ákvörðun stjórnvalda að hefja uppbyggingu nýs hátæknisjúkrahúss í Vatnsmýrinni.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun