Athugasemd við orð Óttars Guðmundssonar 18. nóvember 2005 06:00 Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu í gær vegna orða minna um hörku íslenskra yfirvalda í garð þess fólks sem óskað hefur leiðréttingar á kyni. Þótt svör hans ættu vart að vera svaraverð, langar mig samt til að gera athugasemdir við orð hans. Óttar heldur því fram að hér á landi sé farið eftir sömu reglum og gilda í Svíþjóð og Danmörku. Ég ætla ekki að svara fyrir Danmörku, en svar Óttars er ekki í samræmi við sænsku reglurnar. Lögin um "Fastställelse av könstillhörighet" nr. 119/1972 í Svíþjóð eru lög, vissulega barn síns tíma og löngu úrelt, en lög samt. Á Íslandi gilda engin lög um þessi mál. Finnar settu lög um þessi mál um 1996 og fóru þá eftir sænsku lögunum að verulegu leyti, en endurskoðuðu lögin árið 2003 og eru nú með bestu löggjöf um þessi mál á Norðurlöndunum að mati fólks sem ég ræddi við á dögunum. Í Svíþjóð áttu rétt á að leita annað ef trúnaðarbrestur verður á milli þín og læknisins sem rannsakar þig eða ef þér er hafnað af lækninum. Í Svíþjóð er það ekki læknirinn sem kveður upp endanlegan úrskurð um hæfi fólks til að gangast undir aðgerð til leiðréttingar á kyni, heldur er það "Rättsliga rådet" hjá Socialstyrelsen. Sú aðferð er að vísu mjög svo niðurlægjandi fyrir þá persónu sem sótt hefur um að komast í aðgerð, enda vinnur "Rättsliga rådet" eftir sömu vinnureglum og gilda almennt fyrir fjölskipuðum dómi með dómsforseta og sérhæfða meðdómendur. Í Svíþjóð getur "Rättsliga rådet" gefið út þrjá mismunandi úrskurði við umsóknum um aðgerð: 1. Gefið leyfi til breytingar á nafni og kennitölu ásamt aðgerð til leiðréttingar á kyni. 2. Gefið leyfi til breytinga á nafni, en frestað ákvörðun að öðru leyti í eitt ár eða lengur. 3. Hafnað umsókn. Á Íslandi eru til tvær leiðir, já eða nei, þar sem aðaláherslan virðist vera á seinni leiðina. Að auki sýnist mér sem ekkert sé gert til að bæta félagslega þátttöku þessa fólks á Íslandi til að tryggja sem bestan árangur eftir aðgerð. Þó get ég engu haldið fram um það, enda einungis tvær manneskjur sem hafa lokið aðgerð hér á landi. Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Þá langar mig til að benda á að ég veit nokkur dæmi þess að fólk sem var hafnað um aðgerð til leiðréttingar á kyni svipti sig lífi í kjölfarið. Eru til dæmi þessa á Íslandi? Ég bara spyr. Þá skrifaði Dr. Ove Bodlund við Universitetssjúkrahúsið í Umeå doktorsritgerð árið 1995 þar sem kom fram að einungis einn aðili af tuttugu sem hann hafði rannsakað, hlaut verri lífsgæði eftir aðgerð en fyrir. Á virkilega að láta þessa nítján líða fyrir þennan eina? Flest lönd Norðvestur-Evrópu hafa sett reglur um aðgerðir til leiðréttingar á kyni. Einustu undantekningarnar eru Írland og Ísland. Á Írlandi eru aðgerðir enn bannaðar, en stendur þó til bóta. Þá verður Ísland eitt eftir án raunhæfra reglna, nema auðvitað ef Alþingi tekur af skarið og bætir úr þeim lagaskorti sem ríkir á þessu sviði hér á landi. Með þessum orðum vísa ég orðum Óttars Guðmundssonar um óréttmæta sleggjudóma mína aftur heim til föðurhúsanna.Höfundur er vélfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar