Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá 29. nóvember 2005 05:00 Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun