Síðasta vaxtahækkun skilaði sér að fullu 3. desember 2005 08:00 Davíð Oddsson tilkynnir hækkun stýrivaxta. Davíð sagði að horfur væru á að það dragi úr verðbólgu á næstu mánuðum. Húsnæðisverð þyrfti að lækka og gengi krónunnar að haldast tiltölulega hátt og stöðugt. "Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu. Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
"Enn eru verðbólguhorfur ekki nógu góðar. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur," sagði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri í gær, þegar hann kynnti forsendur vaxtaákvörðunar bankans í fyrsta skipti eftir að hann tók við stöðu seðlabankastjóra. Þetta þýðir að stýrivextir Seðlabankans verða 10,5 prósent. Mun það væntanlega leiða til þess að vextir af skammtímaskuldum landsmanna sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum hækki fljótlega sem þessu nemur. Þetta er ekki eins mikil hækkun vaxta eins og greiningadeildir bankanna höfðu spáð. Í september hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,75 prósent og sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi Seðlabankastjóri, að skilaboðin væru skýr. Ætlunin væri að standa við verðbólgumarkið um 2,5 prósent verðbólgu. Aðspurður hvort þetta væri nógu mikil vaxtahækkun og hvort trúverðugleika Seðlabankans væri stefnt í voða sagði Davið svo ekki vera. Síðasta hækkun hefði skilað tilætluðum árangir í fyrsta skipti frá því að Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí 2004. Í kjölfarið hækkuðu útlánavextir banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs, en hækkun fasteignaverðs hefði verið mikill drifkraftur verðbólgu undanfarið. Þá sagði Davíð að ákveðið hefði verið að fjölga formlegum vaxtaákvörðunardögum úr fjórum í sex. Seðlabankinn myndi endurskoða stöðuna 26. janúar næstkomandi og taka nýja ákvörðun um hvort hækka ætti vexti. Bankinn gæti þó breytt vöxtum hvenær sem er en þyrfti að rökstyðja ákvörðun sína sex sínum á ári. Meginmarkmið Seðlabankans er að halda aftur af verðbólgu. Skal hún vera sem næst 2,5 prósentum á ársgrundvelli. Miðað við óbreytta vexti og gengi krónunnar eru horfur á að verðbólgan verði 3,1 prósent eftir eitt ár samkvæmt spá Seðlabankans. Greiningardeildir bankanna gera þó ráð fyrir meiri verðbólgu og að gengi krónunnar falli á næsta ári. Þá geta innfluttar vörur hækkað og aukið þrýsting á verðbólguna. Þetta er óvissuþáttur sem getur haft mikil áhrif á þróun mála næstu mánuðina. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er því líklegt að vextir fari enn hærra á næsta ári. Hvernig virka stýrivextir? Seðlabankinn framkvæmir peningastefnuna einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst í gegnum ávöxtun í viðskiptum sínum við lánastofnanir. Hækkun stýrivaxta Seðlabankans veldur undir eðlilegum kringumstæðum hækkun vaxta á sparnaði, skammtímaskuldum sem og langtímaskuldum með breytilegum vöxtum. Í mjög einföldu máli má segja að þegar vextir hækka er orðið hagstæðara fyrir fólkið í landinu að spara og dýrara að eyða. Þetta á að slá á eftirspurn í hagkerfinu og draga úr verðbólgu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira