Lögreglufréttir 7. janúar 2005 00:01 Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira