Mikil upplifun að spila með Óla 9. janúar 2005 00:01 Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson. Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira