Miltisbrandur undir Hlemmi 13. október 2005 15:20 Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kýr frá bóndabænum Sunnuhvoli í Reykjavík, sem var á sinni tíð í hvilftinni þar sem Austurbæjarapótek er nú, veiktust af miltisbrandi og voru flestar grafnar einhvers staðar í námunda við býlið, að sögn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknis sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu. "Það þótti alveg öruggt að þarna hefðu 4-5 kýr sýkst af miltisbrandi og þær voru settar í eina stóra gröf," sagði Sigurður. "Ein kýrin liggur undir Hlemmi sjálfum." Fornleifafræðingar ræddu stöðu miltisbrandsmála á aðalfundi sínum nýverið. Steinunn J. Kristinsdóttir fornleifafræðingur sagði að menn teldu vitneskjuna um staðsetningu miltisbrandssýktra svæða afar mikilvæga. Þá væri afar brýnt að fólk væri meðvitað um að miltisbrandur væri til staðar hér á landi og úrræði til að forðast hann. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, sagði að Fornleifavernd, sem veitti leyfi til rannsókna og væri stjórnsýslustofnun sem gæti tekið afgerandi ákvarðanir, væri í nánu samstarfi við yfirdýralækni og Sigurð Sigurðarson varðandi umsóknir um rannsóknarstaði, svo og margþætta upplýsingamiðlun. "Samkvæmt þjóðminjalögum getum við stöðvað framkvæmdir ef eitthvað er að," sagði Kristín Huld. "Hingað til hefur þessu ákvæði verið beitt sé fólk að grafa í óleyfi og jafnvel hætta á því að fornminjum sé spillt. Teljum við að grunur sé um miltisbrandsmengun getum við stöðvað framkvæmir á því svæði, samkvæmt ákvæði laganna." Sigurður Sigurðarson sagði að tilkynnt hefði verið um grunuð miltisbrandssýkt svæði allt frá Hafnarfirði, til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. "Það er margsinnis sagt frá tilfellum veikinnar sjálfrar í Reykjavík," sagði Sigurður, "en það þarf að fara betur ofan í þau gögn. Ég hef hug á að leita til Umhverfisnefndar Reykjavíkur til að athuga hvort þeir geti ekki komið inn í þá vinnu." Spurður um grunuð miltisbrandssvæði í Reykjavík kvaðst Sigurður ekki hafa heyrt um nema tvö til þrjú, þótt vafalaust væru þau miklu fleiri.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira