Veit ekki um afdrif margra vina 13. október 2005 15:20 Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira