Urðum að leita skjóls 16. janúar 2005 00:01 Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira