Beiðni Fischers umdeild 20. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira