Karlar hópast í kynhormónameðferð 21. janúar 2005 00:01 Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Íslenskir karlmenn eru farnir að hópast í hormónameðferð, svo að þeim gangi betur að takast á við það breytingaskeið sem þeir ganga í gegnum á miðjum aldri, að sögn lækna sem Fréttablaðið hefur rætt við. "Þetta læknisfræðilega heilkenni, sem einkennist meðal annars af þreytu, framtaksleysi, jafnvel depurð og þunglyndi og "gráum fiðringi" hefur verið kallað "andropos" eða breytingaskeið karla. ,"sagði Guðjón Haraldsson þvagfæra- og skurðlæknir, einn þeirra lækna sem fæst við karlalækningar. "Þetta kemur einmitt á þeim árum sem miklar breytingar verða á félagslegri stöðu þeirra. Nær fimmtugu líta þeir gjarnan til baka og eru þá búnir að ljúka ákveðnum hluta af sínu æviverki. Þeir hafa kannski verið í föstu sambandi alla sína tíð, börnin eru farin að heiman og þeim finnst kannski að þeirra hlutverk sem fyrirvinnu heimilisins hafi sett niður." Guðjón sagði vitað, að testosteronmagnið í blóði karla minnkaði með nokkuð jöfnum takti frá kynþroskaaldri. Áttræðir karlmenn væru til dæmis með mjög svipað kynhormónamagn eins og strákar fyrir kynþroska. Margir þeirra sem væru með ofannefnd heilkenni og hefðu mælst með lágt magn af mannlegu kynhormón, liði betur eftir að þeim hefði verið gefið karlkynhormón. "Það er orðið þó nokkuð um að karlar fái kynhormóna," sagði Guðjón. "Um er að ræða langtímameðferð, sem fer eftir einkennum í hverju tilviki. Þeir fá þá sprautu á mánaðarfresti. Þá eru til hormónaplástrar. Einnig testosteron gel, sem smurt er á upphandlegg, bak eða læri og það er gert daglega. Svo er að koma fram nýtt lyfjaform, sem er forðahylki, sem gefið er á 3ja mánaða fresti. Bæði minnkuð kyngeta og kynáhugi tengjast minnkuðu magni af mannlegu kynhormóni. Þegar það fer að dala í líkamanum er það almennt viðbragð að menn missa áhuga og þar með fer getan líka. Það hefur verið fullyrt í blaðagreinum að pcb - og önnur umhverfisefni sem sem eru til dæmis afleiðingar af plast- og olíuiðnaði, efni sem brotna mjög hægt niður og geta safnast fyrir í líkamanum, hafi áhrif á hreyfanleika sæðisfruma og valdi ófrjósemi. Það er vitað að þetta hefur áhrif á hreyfanleika sæðisfruma, en ég hef ekki séð þessar fullyrðingar staðfestar með tölum né rannsóknum."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira