Ógnað með símtali og SMS-skeytum 21. janúar 2005 00:01 Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira