Þurfum að klípa þá og pirra 22. janúar 2005 00:01 Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. DV Sport fékk Sigurð Bjarnason fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. "Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrjað með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmennirnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýjum þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þessvegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft", sagðir Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. "Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% baráttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegn um einhverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar "júggaþjóðir" og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstaklingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá - klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeitingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða", sagði Sigurður glaðbeittur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira