Lykilleikur gegn Tékkum 22. janúar 2005 00:01 Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira